Ábendingar & Úrræði
Hjá Teya leggjum við okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Engu að síður er okkur ljóst að af og til kann sú þjónusta ekki að uppfylla þínar væntingar. Af þeirri ástæðu höfum við smíðað verkferil til að leysa skjótt og örugglega vegna hvers konar ábendinga sem þú vilt koma á framfæri. Umræddur verkferill er til þess gerður að tryggja ítarlega yfirferð ábendinga viðskiptavina og skjóta úrlausn, ekki eingöngu til að leysa úr einstakri ábendingu heldur jafnframt til að koma í veg fyrir sambærileg vandkvæði í framtíðinni.
Hér fyrir neðan má nálgast stefnu Teya Iceland hf. um meðhöndlun kvartana.
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Hafir þú ekki fengið fullnægjandi úrlausn þinnar ábendingar hefur þú kost á því að bera erindi þitt undir Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Nánari upplýsingar um nefndina má nálgast á vefsvæði Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta Fjármálaeftirlitsins
Af hálfu Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er viðskiptavinum eftirlitsskyldra aðila boðin leiðbeiningar- og upplýsingaþjónusta. Nánari upplýsingar um umrædda þjónustu má nálgast á vefsvæði eftirlitsins.
Neytendastofa
Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda en hlutverk Neytendastofu er fyrst og fremst að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum og annast eftirlit og framkvæmd laga um neytendavernd. Á vefsvæði Neytendastofu má finna nánari upplýsingar um verksvið hennar og hvaða úrræði standa neytendum til boða.
Persónuvernd
Persónuvernd er eftirlitsstjórnvald og hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum og úrskurðar jafnframt í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Á vefsvæði Persónuverndar má nálgast upplýsingar um hvernig unnt sé að leggja fram kvörtun.
Dómstólar
Aðilar geta skotið ágreiningsefnum til úrlausnar hjá dómstólum.