Netfangaspjall
Last material update
22 April 2024
Lagalegur fyrirvari vegna netspjall Teya Iceland hf.
Netspjall Teya Iceland hf. ("Teya") er eingöngu ætlað fyrir almennar fyrirspurnir og aðstoð við viðskiptavini félagsins.
Teya hefur skuldbundið sig til að vernda og virða friðhelgi þína. Öll persónuleg gögn sem deilt er í netspjalli Teya verða einungis unnin að því marki sem nauðsynlegt er til að veita þá aðstoð sem óskað er eftir í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins og vefkökustefnu félagsins.
Notendum netspjallsins er bent á að senda aldrei viðkvæmar persónuupplýsingar af neinu tagi í gegnum netspjallið, svo sem lykilorð, fjárhagsupplýsingar eða greiðslukortaupplýsingar.
Starfsfólk Teya getur ekki afhent persónuupplýsingar af neinu tagi í gegnum netspjallið, svo sem fjárhagslegar upplýsingar, greiðslukortaupplýsingar eða lykilorð. Óheimilt er að endurbirta þær upplýsingar sem fram koma í netspjalli, dreifa þeim, fjölfalda eða afrita þær með nokkrum hætti. Þá er jafnframt óheimilt að birta ólögmætt eða ósæmilegt efni í netspjalli Teya. Öll misnotkun notenda af þessu tagi á netspjallinu kann að varða við lög.
Teya ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum sem birtar eða afhentar eru í gegnum netspjall félagsins, né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á netspjalli félagsins. Þá ber Teya ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til þess að ekki er hægt að nota netspjall, um skemmri eða lengri tíma.
Öll samskipti sem eiga sér stað í netspjalli Teya eru varðveitt í ákveðinn tíma af félaginu í öryggis- og eftirlitstilgangi sem og í þágu net- og upplýsingaöryggis í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. Notandi netspjalls Teya getur óskað eftir að fá afrit af samskiptunum.