Almennir skilmálar
Last material update: 22 November 2024
These are our General Terms, and they will take effect on 31/01/2025. These will apply alongside any terms currently applicable to you, so please take a moment to familiarize yourself with the upcoming changes.
Þessir almennu skilmálar („almennir skilmálar Teya“) eru lagalegur samningur milli Teya (eins og nánar er skilgreint hér að neðan og nefnt „Teya“, „okkar“ eða „við“ í þessum almennu skilmálum Teya) og lögaðilans eða einstaklingsins sem gengst undir þessa almennu skilmála Teya („þú“, „þitt“ eða „notandi“). Þessir almennu skilmálar Teya gilda um notkun þína á þjónustu Teya, þ.m.t. greiðslumiðlun, hugbúnaði, farsímaforritum, vefsíðum, vélbúnaði og öðrum vörum og þjónustu (sem hvert um sig nefnist „þjónusta“, saman nefnt „þjónustur“).
Þessir almennu skilmálar Teya taka gildi um leið og:
i. þú gefur til kynna samþykki þitt á þessum skilmálum eða viðbótarskilmálum;
ii. þú byrjar að nota þjónustu okkar,
hvort sem kemur á undan.
Hafðu í huga að skilmálar í viðauka um gagnavernd eru felldir inn í almenna skilmála Teya með tilvísun. Viðaukinn um gagnavernd stjórnar því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum sem þú lætur okkur í té. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingarnar þínar skaltu lesa persónuverndarstefnu okkar.
Þú mátt ekki fá aðgang að eða nota neina þjónustu nema þú samþykkir að fylgja öllum þeim skilmálum og skyldum sem fram koma í þessum almennu skilmálum Teya og viðeigandi viðbótarskilmálum.
Ef þú ert með einhverjar spurningar eða skilur ekki ákvæði þessara almennu skilmála Teya skaltu hafa samband við okkur - starfsfólk okkar mun aðstoða þig með ánægju.
A-hluti - Almennir skilmálar
Í þessum almennum skilmálum Teya hafa eftirfarandi hugtök þá merkingu sem tilgreind er hér á eftir nema ef samhengið kallar á aðra merkingu.
Viðbótarskilmálar: Skilmálar sem eiga sérstaklega við um þjónustuna sem þú notar. Viðbótarskilmálar eru felldir inn í þessa almennu skilmála Teya með tilvísun;
Gildandi lög: Öll lög sem gilda um tengslin milli þín og okkar á veittri þjónustu okkar;
Breytingar: Allar breytingar sem gerðar eru á þessum almennu skilmálum Teya eða viðeigandi viðbótarskilmálum (þar á meðal gjöldunum);
Heimilaðir notendur: Starfsmenn þínir, umboðsmenn og sjálfstæðir verktakar eða aðrir einstaklingar sem þú hefur veitt heimild til að nota þjónustuna;
Virkir dagar: Allir dagar aðrir en laugardagur, sunnudagur, dagur sem er almennur frídagur eða dagur þar sem bankastofnanir eru lokaðar í viðkomandi lögsagnarumdæmi;
Viðskiptavinir: Kaupendur á vörum þínum eða þjónustu;
Upplýsingar: Meðal annars:
i) Persónuupplýsingar (í þeim skilningi sem fram kemur í almennri persónuverndarreglugerð ESB 2016/679 og innlendri framkvæmdarlöggjöf þeirra, þar á meðal bresku gagnaverndarlögunum frá 2018 (með áorðnum breytingum og reglum sem leysa hana af hólmi öðru hvoru) sem eru sendar til eða aðgengilegar í gegnum þjónustuna (þessu er lýst nánar í persónuverndarstefnu okkar);
ii) Notandaefni sem hefur þá merkingu sem tilgreind er í 10. lið; og
iii) allar aðrar ópersónugreinanlegar upplýsingar sem við söfnum, þ.m.t. til að koma auga á svik og fyrir greiningar (þ.m.t. uppsafnaðar eða nafnlausar upplýsingar) og hvers kyns aðrar upplýsingar sem búnar eru til í þjónustunni, eiga uppruna sinn þar eða er hlaðið upp í hana;
Ytri þjónusta: Aðgangur að utanaðkomandi þjónustu þriðja aðila í gegnum þjónustu okkar, svo sem vörur, vefsvæði, efni eða samþættingar;
Gjöld: Öll gjöld sem eiga við um þjónustuna;
Tilkynningar: Tilkynningar og samskipti frá okkur til þín, hvort sem þau eru rafræn eða ekki, í gegnum vefsíðu okkar, með tölvupósti, þ.m.t. tilkynningar um breytingar á þessum almennu skilmálum Teya, hvers kyns viðbótarskilmálum (nema annað sé tekið fram í viðeigandi viðbótarskilmálum), gjöldum, eða hvers kyns stefnum, fyrirvörum, tilkynningum, viðskiptaupplýsingum, reikningum, yfirlýsingum, viðbrögðum við kröfum og öðrum samskiptum við viðskiptavini;
Greiðslumáti: Tegund greiðslumáta sem Teya samþykkir sem hluta af greiðsluþjónustunni, svo sem kreditkort og debetkort;
Greiðsluþjónustukerfi: Greiðsluþjónustuaðili og -kerfi sem sér um greiðslufærslur fyrir bæði debet- og kreditkort til að vinna úr greiðslum, svo sem Visa, Mastercard, UnionPay og American Express;
Greiðsluþjónustur: Þjónusta sem þú getur notað til að taka við greiðslum frá viðskiptavinum þínum fyrir færslur eða önnur viðeigandi fjármálaviðskipti;
Fulltrúi: Aðilinn sem skráir Teya-reikninginn þinn fyrir þína hönd;
Varasjóður: Fjármunir sem Teya eða hlutdeildarfélög þess halda eftir sem tryggingu vegna ábyrgðar þinnar samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya og/eða viðbótarskilmálum;
Teya: Teya-aðilinn sem þú gerir samning við um þjónustuna eins og kemur nánar fram í viðbótarskilmálunum;
Teya-reikningur: Einstakur reikningur sem notandi getur skráð sig fyrir til að fá aðgang að gátt eða öðru kerfi sem Teya býður upp á til að hafa umsjón með þjónustum, þ.m.t. Teya-hugbúnaði eða tiltekinni ytri þjónustu. Teya Services Ltd. (fyrirtækjanúmer: 12271069), skráð á þriðju hæð, 20 Old Bailey, London, Bretlandi, EC4M 7AN sér um að reka og bjóða upp á Teya-reikninginn.
Fyrirtækið Teya: Við, móðurfélag okkar, dótturfélög móðurfélagsins og hlutdeildarfélög okkar;
Vélbúnaður Teya: Vélbúnaður Teya felur í sér hvers kyns tæki eða búnað, þ.m.t. fylgihluti og íhluti, auk hugbúnaðar sem Teya hefur sett upp eða á annan hátt tengt við ofangreint;
Hugbúnaður Teya: Hugbúnaðarforritin sem við bjóðum upp á samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya og viðeigandi viðbótarskilmálum fyrir viðkomandi hugbúnað Teya;
Uppgjör: Uppgjörsvirði merkir ferli við millifærslu fjármuna sem greiða skal söluaðila vegna lokinna viðskiptafærslna sem felur yfirleitt í sér reikningsskil greiðsluupplýsinga á milli söluaðila, greiðslumiðlunar og fjármálastofnana og í kjölfarið að millifæra fjármunina yfir á tilgreindan bankareikning söluaðila, eins og nánar er kveðið á um í skilmálum greiðsluþjónustunnar.
Skattar: Á við um alla skatta, gjöld, þóknanir, álagningu eða aðra skattálagningu fyrr eða síðar, þ.m.t., án takmarkana, tekjur, virðisaukaskatt, vöru- og þjónustuskatt eða svipaðan skatt, brúttótekjur, vörugjöld, eignarlóðir eða fasteignir, sölu, staðgreiðslu, tryggingagjald, atvinnu, notkun, biðlaun, umhverfi, leyfi, hreina eign, launatekjur, atvinnu, sérleyfis-, yfirfærslu- og skráningarskatt, gjöld og afgreiðslugjöld sem innlend eða erlend skattyfirvöld leggja á og
Færsla: Greiðsla fjármuna milli þín og viðskiptavinar í tengslum við sölu á vörum og þjónustu.
3. Aðgangur að þjónustu okkar
Við veitum ýmsa þjónustu og þar af leiðandi bjóðast þér ýmsar leiðir til að skrá þig fyrir þjónustu. Hins vegar verður þú að láta okkur tilteknar upplýsingar í té til að þú getir skráð þig sem viðskiptavin hjá Teya og til að við getum veitt þér þjónustu. Slíkar upplýsingar geta verið mismunandi eftir því hvaða þjónustu þú skráir þig fyrir og geta falið í sér heiti fyrirtækisins, heimilisfang, netfang, símanúmer, auðkennisnúmer fyrirtækisins, vefslóð, eðli fyrirtækisins eða starfsemi þess og tilteknar aðrar upplýsingar sem við kunnum að krefjast. Í sumum tilvikum kunnum við að biðja um persónuupplýsingar (þar á meðal nafn, fæðingardag og kennitölu) raunverulegra eigenda, forsvarsmanna og stjórnenda Teya-reikningsins. Eins og tilgreint er hér að ofan er það okkur mikilvægt að tryggja öryggi persónuupplýsinga og í persónuverndarstefnu okkar geturðu séð hvernig það er gert.
a. Nýskráning fyrir Teya-reikningi: Hér á eftir má finna hvernig hægt er að stofna Teya-reikning fyrir einstakling eða fyrir hönd lögaðila, en ferlið er afar einfalt. Þú eða fulltrúi þinn verðið að láta af hendi tilteknar upplýsingar sem eru mismunandi eftir því hvort er verið að stofna reikning fyrir einstakling eða lögaðila og kunna að fela í sér hluta af eða allar upplýsingarnar sem vísað er til hér á undan. Þú færð tilkynningu um leið og Teya-reikningurinn þinn verður virkur eftir að lokið er við að yfirfara og samþykkja áskildar upplýsingar. Í sumum tilvikum er Teya-reikningurinn búinn til sjálfkrafa út frá upplýsingunum sem þú lætur í té í umsóknarferlinu fyrir þjónustu. Í slíkum tilvikum er Teya-reikningurinn tilbúinn til notkunar um leið og umsóknarferlinu lýkur.
b. Umsókn um þjónustu Teya: Þegar þú biður um aðgang að þjónustu sem er ekki aðgengileg í gegnum Teya-reikninginn þinn, látum við þig vita hvernig þú getur sent umsóknina til okkar og þar sem tilgreint er hvaða upplýsingar við þurfum til að skrá þig fyrir umræddri þjónustu.
c. Eftirlitsskyld þjónusta Tiltekin þjónusta sem við veitum, eins og t.d. greiðsluþjónusta okkar, er eftirlitsskyld. Við kunnum að biðja um frekari upplýsinga frá þér ef það er nauðsynlegt samkvæmt reglum eða til að meta gjaldgengi þitt sem viðskiptavinar. Slíkt kann að fela í sér afrit af reikningsskilum, framvísun staðfestingargagna sem gera okkur kleift að reikna út útistandandi útlánaáhættu/hættu á tapi eða önnur fylgiskjöl sem sýna að þú uppfyllir umrædda almenna skilmála Teya. Einnig kunnum við að fara fram á ábyrgð í þínu nafni eða í nafni fyrirtækisins.
Samkvæmt gildandi lögum, eins og lögum gegn peningaþvætti, er okkur skylt að staðfesta hver þú ert og hverjir raunverulegir eigendur fyrirtækja sem nota greiðsluþjónustuna eru.
Við kunnum að biðja um og fara yfir upplýsingar sem staðfesta auðkenni þitt, t.d. frá ytri þjónustuveitum, þ.m.t. fyrirtækjum sem veita upplýsingar um fjárhagsstöðu og öðrum upplýsingaveitum. Teya kann af og til að óska eftir viðbótarskýrslum, meðal annars í tengslum við lánshæfi þitt, til að meta hvort að þú uppfyllir ennþá skilyrði greiðsluþjónustu.
Teya kann að óska eftir viðbótarupplýsingum frá þér hvenær sem er. Það að veita ekki slíkar upplýsingar eða slíkt efni sem Teya biður um kann að leiða til sviptingar eða uppsagnar Teya-reikningsins eða aðgangs að þjónustunni.
d. Láttu okkur vita um allar breytingar: Þú verður að uppfæra upplýsingarnar á Teya-reikningnum þegar þörf er á og láta okkur vita um allar breytingar sem verða á rekstri þínum, eins og t.d. á eðli starfseminnar, fulltrúum, raunverulegum eigendum, forsvarsmönnum eða öllum öðrum viðeigandi upplýsingum, með því að hafa samband við þjónustuver Teya. Ef þú uppfærir ekki upplýsingarnar kann slíkt að leiða til tímabundinnar eða varanlegrar lokunar á Teya-reikningnum eða aðgangi að þjónustu okkar.
Markmið Teya er að bæta stöðugt upplifun þína á þjónustunni. Þess vegna færðu aðgang að Teya-reikningnum um þægilega og notendavæna gátt þar sem þú stjórnar þjónustu þinni hjá Teya, þ.m.t. öllum uppfærslum á upplýsingunum þínum.
Við áskiljum við okkur rétt til að lagfæra, breyta eða hætta með einhvert af núverandi kerfum okkar ásamt því að kynna nýjar leiðir fyrir þig til að fá aðgang að Teya-reikningnum þínum og þjónustu okkar. Tilgangurinn er að bæta okkur stöðugt og bjóða bestu leiðina til að hafa umsjón með Teya-reikningnum. Þú færð tilkynningu ef slíkar breytingar eru gerðar.
4. Gildistími og uppsögn
Þessir almennu skilmálar Teya munu gilda frá þeim degi sem þeir taka gildi þar til þú eða við riftum þeim.
a. Réttur okkar til uppsagnar: Við áskiljum okkur rétt til að segja tafarlaust upp þessum almennum skilmálum Teya (og öllum viðeigandi viðbótarskilmálum) og loka Teya-reikningnum þínum, nema lög kveði á um annað. Við kunnum einnig að loka fyrir aðgang þinn að Teya-reikningnum þínum og/eða þjónustunni. Ástæður að baki uppsagnar samningsins við þig eða lokun fyrir aðgang að þjónustu okkar eru m.a., en takmarkast ekki við:
a) brot gegn almennum skilmálum Teya, öllum viðbótarskilmálum og öðrum samningum sem þú hefur gert við Teya, þar á meðal reglum eða fyrirmælum Teya,
(b) þú lætur í té rangar, ófullnægjandi, ónákvæmar eða villandi upplýsingar eða tekur á annan hátt þátt í sviksamlegri eða ólöglegri háttsemi,
c) þú ert ekki lengur gjaldgeng(ur) fyrir þjónustunni vegna svika eða lánsáhættu eða annarrar áhættu sem tengist Teya-reikningnum þínum eða
(d) okkur er skylt að gera slíkt samkvæmt gildandi lögum eða beiðni frá lögbæru yfirvaldi eða greiðsluþjónustukerfi.
(e) þú hagar þér á ógnandi eða móðgandi hátt, þar með talið gagnvart söluaðilum eða starfsfólki Teya.
b. Uppsagnarréttur þinn: Þú getur sagt upp þessum almennu skilmálum Teya eða öðrum skilmálum hvenær sem er með því að loka Teya-reikningnum þínum, eftir því sem við á, eða með því að senda okkur skriflega tilkynningu um að þú hyggist segja honum upp. Uppsögn á þessum almennu skilmálum Teya, viðbótarskilmálum eða lokun á aðgangi þínum að þjónustunni eða Teya-reikningnum hefur ekki áhrif á skyldur þínar skv. þessum almennu skilmálum Teya eða öðrum viðbótarskilmálum (eftir því sem við á), þ.m.t. öllum gjöldum, kostnaði og öðrum greiðsluskuldbindingum.
c. Ef til uppsagnar kemur:
(a) öll réttindi sem veitt eru skv. þessum almennum skilmálum Teya falla niður,
(b) þú samþykkir að hætta tafarlaust að nota alla þjónustu okkar,
c) þú verður að skila öllum vélbúnaði Teya (ef þú keyptir ekki búnaðinn) innan sjö (7) virkra daga og öllum öðrum búnaði eða efni sem þú kannt að hafa í fórum þínum og tilheyrir okkur og
(d) ekkert Teya fyrirtæki verður skaðabótaskylt gagnvart þér eða neinum þriðja aðila, þar á meðal viðskiptavinum, vegna bóta, endurgreiðslna eða skaðabóta vegna riftunar eða stöðvunar þjónustunnar eða eyðingar upplýsinga eða reikningsgagna þinna.
5. Breytingar og rafrænar tilkynningar
a. Breytingar: Hvert Teya fyrirtæki getur:
(a) gert breytingar á þessum almennu skilmálum Teya og öllum viðeigandi viðbótarskilmálum;
(b) breytt, sagt upp eða sett skilyrði fyrir notkun þjónustunnar; og
c) endurskoðað hvenær sem er gjöld, hvort sem slík gjöld eru tilgreind í þessum almennu Teya skilmálum eða viðbótarskilmálum,
með því að senda tilkynningu sem við teljum vera sanngjarna (nema í tilvikum þegar skal veita tiltekinn uppsagnarfrest samkvæmt lögum, en í slíkum tilvikum munum við ávallt fylgja gildandi lögum).
Endurskoðuð útgáfa kann að birtast á vefsvæði Teya eða þú færð tilkynningu um slíka útgáfu í þjónustunni.
Breyting tekur gildi daginn sem tilgreindur er í tilkynningunni og notkun þín á þjónustunni eftir að breyting hefur tekið gildi felur í sér samþykki þitt á breytingum almennra skilmála Teya, viðbótarskilmála eða gjalda eftir því sem við á.
b. Rafrænar tilkynningar: Um leið og þú samþykkir þessa almennu skilmála Teya samþykkir þú að allar tilkynningar varðandi þjónustuna megi senda rafrænt, að því marki sem gildandi lög heimila. Þú samþykkir einnig að rafrænar tilkynningar hafi sama lagalega gildi og útprentuð afrit.
6. Takmarkanir og óheimil eða ólögleg notkun
a. Takmarkanir: Þú skalt nota þjónustu okkar á tilætlaðan hátt og ekki á neinn máta sem kann að vera skaðlegur fyrir okkur eða aðra. Í framhaldi af því höfum við sett neðangreindar hömlur (án takmarkana) sem þú verður að fylgja. Þú mátt ekki, né leyfa neinum þriðja aðila:
a) að bakþýða, taka í sundur, vendismíða eða reyna að enduruppbyggja eða finna nokkurn frumkóða, undirliggjandi hugmyndir, algrím, skráarsnið eða forritunar- eða samvirkniviðmót þjónustunnar á nokkurn hátt,
b) dreifa tölvuveirum eða öðrum skaðlegum eða eyðileggjandi tölvukóða um eða í þjónustuna,
(c) fá aðgang að, geyma, dreifa eða senda efni meðan á notkun þinni á þjónustunni stendur sem er ólöglegt, skaðlegt, ógnandi, ærumeiðandi, klúrt, brýtur á rétti annarra, áreitandi eða kynþátta- eða þjóðernislega móðgandi,
d) sýna hegðun af einhverjum toga sem truflar eða hindrar notkun og upplifun þriðja aðila af þjónustunni,
e) selja, leigja, lána, úthluta, framselja, veita aðgang að eða á annan hátt flytja eða birta þjónustuna að hluta til eða í heild sinni fyrir þriðja aðila,
f) breyta eða fella inn í eða með öðrum hugbúnaði eða búa til afleidd verk af einhverjum hluta þjónustunnar, nema Teya hafi áður samþykkt slíkt skriflega,
g) nota þjónustuna til annarra nota en innri viðskipta,
h) nota óheimilar, breyttar útgáfur af þjónustunni, þar með talið án takmarkana, í þeim tilgangi að smíða svipaða eða samkeppnishæfa vöru eða þjónustu eða í þeim tilgangi að fá óheimilan aðgang að þjónustunni,
(i) nota þjónustuna á hvern þann hátt sem kann að brjóta í bága við þessa almennu skilmála Teya, aðra viðbótarskilmála eða gildandi lög.
b. Óheimil eða ólögleg notkun: Í tilvikum þegar okkur grunar eða við komumst á snoðir um að þú sért að nota eða hafir notað þjónustuna í óleyfilegum, sviksamlegum eða ólöglegum tilgangi, eða á þann hátt sem setur þig, okkur eða aðra í óviðunandi hættu, kunnum við að takmarka eða gera virkni þjónustu þinnar óvirka, þar til þú sýnir fram á með sanngjörnum og fullnægjandi hætti að grunur okkar hafi ekki verið á rökum reistur, eða veitir nægar tryggingar fyrir því að óviðunandi notkun hafi verið hætt og slík notkun muni ekki endurtaka sig.
7. Búnaðurinn þinn og aðstoð sem við veitum
a. Búnaðurinn sem þú notar: Þú verður að hafa aðgang að stöðugri nettengingu og viðeigandi viðbótarbúnaði til að nota þjónustuna. Við bjóðum ekki upp á slíka tengingu né slíkan viðbótarbúnað, nema um slíkt hafi verið samið fyrirfram og þú berð þar af leiðandi ábyrgð á því að hafa aðgang að áðurnefndu þannig að hægt sé að nota þjónustuna. Við ábyrgjumst ekki samhæfi þjónustunnar við búnaðinn þinn.
b. Aðstoð: Stundum getur verið erfitt og flókið að rata í gegnum hina stafrænu heima og við erum reiðubúin að veita þér aðstoð eftir þörfum. Notendaþjónusta er kjarninn í rekstri okkar. Við munum því aðstoða þig með ánægju við notkun þinni á þjónustunni eftir þörfum. Tilteknar þjónustur kunna að bjóða sérsniðna aðstoð fyrir þjónustuna sem þú notar eða frekari notendaþjónustu, með fyrirvara um viðeigandi viðbótarskilmála og því er mikilvægt að þú lesir slíka skilmála.
8. Þjónustan
a. Aðgengi að þjónustu: Þjónustan og efni eða vörum sem þar er boðið kann að vera óaðgengileg öðru hvoru og framboð hennar takmarkað eða breytilegt eftir staðsetningu þinni eða tækinu sem þú notar. Þú samþykkir að stofna hvorki aðgang að þjónustunni né nota þjónustuna ef hún er ólögleg eða hefur ekki rekstrarleyfi á staðnum þar sem þú stofnar aðgang að þjónustunni eða notar þjónustuna, eða að leyna eða gefa rangar upplýsingar um staðsetningu þína eða auðkenni þitt til að nota þjónustuna.
Við munum leita allra leiða við að halda þjónustunni og Teya-hugbúnaðinum opnum en eins og á við um allar netþjónustur geta bilanir og lokanir komið fyrir endrum og eins. Við berum enga ábyrgð á truflunum eða tapi sem þú kannt að hljóta af slíku. Hugsanlega getur þú ekki opnað né endurheimt efni notenda þegar lokun verður.
b. Þjónustuuppfærslur: Við kunnum að uppfæra þjónustuna endrum og sinnum, þ.m.t. til að tryggja rétta virkni hennar eða til að bjóða þér nýja og spennandi eiginleika. Við kunnum að skoða sjálfkrafa útgáfu þína af Teya-hugbúnaðinum, sækja uppfærslur og breytingar á stillingum. Í sumum tilvikum verður að uppfæra Teya-hugbúnaðinn til að geta haldið áfram notkun hans.
Mikilvægt er að hafa í huga að við erum ekki skuldbundin til að gera uppfærslur af neinum toga aðgengilegar og við ábyrgjumst ekki stuðning við kerfið þitt eða útgáfu kerfisins sem þú notaðir til að kaupa eða fá leyfi fyrir Teya-hugbúnaðinum. Ekki er heldur víst að uppfærslur okkar séu samhæfar við ytri þjónustu.
Í sumum tilvikum verðum við að fjarlægja eða breyta eiginleikum eða virkni Teya- hugbúnaðarins eða hætta alfarið að bjóða upp á Teya-hugbúnað eða aðgang að ytri þjónustu. Okkur ber enga skyldu til að veita þér niðurhal eða uppbót fyrir Teya-hugbúnað sem þú keyptir eða fékkst leyfi fyrir (nema að því marki sem kveðið er á um í gildandi lögum).
c. Leyfi: Teya veitir þér leyfi til að nota þjónustuna til að þú og heimilaðir notendur fáið aðgang að þjónustunni en slíkt þýðir að þú átt ekki viðkomandi þjónustu. Öll hugverkaréttindi þjónustunnar eru eingöngu í eigu Teya, en þú hefur rétt á að nota þjónustuna sem fellur undir þessa almennu skilmála Teya auk viðeigandi viðbótarskilmála.
Þú færð því almennt, óframseljanlegt og afturkallanlegt leyfi fyrir rafrænum aðgangi að þjónustunni og notkun þjónustunnar eins og kemur fram í þessum almennu skilmálum Teya og viðeigandi viðbótarskilmálum fyrir viðkomandi þjónustu. Þú kannt að fá sjálfkrafa aðgang að uppfærslum þjónustunnar um leið og Teya birtir slíkar uppfærslur rafrænt, en við kunnum að krefjast þess að þú grípir til tiltekinna aðgerða áður en þú færð að nota þjónustuna eða nýju þjónustuna (þ.m.t. virkja þjónustuna handvirkt eða samþykkja nýja eða viðbótarskilmála). Teya kann að afturkalla eða segja upp þessu leyfi hvenær sem er eins og skilgreint er nánar í þessum almennu skilmálum Teya eða viðbótarskilmálum, eins og við á.
Þér er bannað að gera eftirfarandi: (i) gera kröfu til eða skrá eignarhald þjónustu fyrir þína hönd eða annarra, (ii) veita viðbótarnytjaleyfi fyrir hvers konar réttindum þjónustunnar sem við höfum veitt, (iii) flytja inn eða flytja út þjónustu af hvaða toga sem er til einstaklinga eða landa í trássi við gildandi útflutningslög hvaða lands sem er, (iv) nota þjónustuna á máta sem brýtur gegn þessum almennum skilmálum Teya eða gildandi lögum eða (v) gera tilraunir til að framkvæma eitthvað af áðurnefndum atriðum.
d. Ytri þjónusta: Þjónustan kann að vera tengd ytri þjónustu eða þú færð tækifæri til að tengja, virkja eða fá aðgang að ytri þjónustu, um þjónustuna, eins og í gegnum Teya-reikning. Í slíkum tilvikum er Teya-reikningurinn notaður til að auðvelda skráningu eða auðkenningu reiknings sem tengist ytri þjónustu, sem kann að vera annar reikningur en Teya-reikningurinn þinn. Áskildar upplýsingar til að nota ytri þjónustu eftir að skráningu með Teya-reikningnum þínum er lokið kunna að vera mismunandi eftir skilyrðum ytri þjónustu. Þú samþykkir að um aðgang og notkun slíkrar ytri þjónustu gildi eingöngu skilmálar slíkrar ytri þjónustu og að Teya beri enga ábyrgð né skaðabótaskyldu og veitir ekkert fyrirsvar né ábyrgð á nokkrum hluta slíkrar ytri þjónustu, þ.m.t. en ekki takmarkað við efnis- eða gagnanotkun eða samskipti á milli þín og veitanda slíkrar ytri þjónustu. Öll notkun þín á ytri þjónustu er eingöngu á milli þín og hlutaðeigandi veitanda slíkrar ytri þjónustu. Teya ber enga ábyrgð á tjóni eða tapi af nokkrum toga eða afleiddu tjóni eða tapi vegna eða í tengslum við virkjun, aðgang eða notkun þína á slíkri ytri þjónustu eða fylgni þinni við persónuverndarstefnur, gagnaöryggisferla eða aðrar reglur slíkrar ytri þjónustu.
B hluti - Hugverkaréttur, gögn og öryggi
9. Hugverkaréttindi
Líkt og gildir á milli þín og okkar, eigum við og leyfisveitendur okkar öll réttindi, titla og tilköll til einkaleyfa, skráðra vörumerkja (þ.m.t. réttindi afleiddra verka), sæmdarrétt, útgáfurétt, vöru- eða þjónustumerki, lógó og hönnun, viðskiptaleyndarmál og önnur hugverkaréttindi sem felast í þjónustunni eða afritum hennar af hvaða toga sem er. Þjónustan er vernduð af lögum um hugverkaréttindi, viðskiptaleyndarmál, einkaleyfi og öðrum lögum um hugverkaréttindi og öll réttindi þjónustunnar sem eru þér ekki sérstaklega veitt í þessum almennu skilmálum Teya (eða viðbótarskilmálum) eru áskilin.
Þegar þú veitir okkur endurgjöf, kemur með athugasemdir eða tillögur um þjónustu okkar og efni, höfum við rétt á að nýta slíkt í þjónustu okkar án skuldbindingar við þig. Öll hugverkaréttindi sem koma fram í endurgjöf þinni verða eign Teya um leið og slík endurgjöf á sér stað. Í tilvikum þegar réttindi færast ekki sjálfkrafa yfir til Teya munt þú veita okkur öll slík réttindi. Þú staðfestir eftirfarandi: (a) Teya er ekki skylt að meðhöndla endurgjöf þína sem trúnaðarupplýsingar og (b) Teya er frjálst að nota og nýta endurgjöf þína á hvaða sniði eða miðli sem er, í hvaða tilgangi sem er, án þess að bera skyldu til að umbuna veitanda, höfundi eða skapara hennar.
10. Gögn
a. Notandaefni: Þú veitir hverju öllum fyrirtækjum Teya (og arftökum þeirra) ótakmarkað, óafturkræft, almennt leyfi án endurgjalds sem gildir um allan heim og framseljanlegan og undirframseljanlegan rétt til að nota, afrita, breyta, aðlaga, birta, undirbúa afleidd verk af, dreifa, spila opinberlega og birta opinberlega allt efni eða allar upplýsingar sem þú hleður upp eða gerir tiltækar um þjónustuna eða Teya-reikninginn þinn um allan heim í hvaða miðli sem er („notendaefni“) í því skyni að veita eða kynna þjónustuna.
Þú mátt ekki nota þjónustuna til að hlaða upp eða gera tiltækt notendaefni eða birta, flytja, dreifa eða sundurgreina efni sem (án takmarkana):
a) er rangt, villandi, ólöglegt, klúrt, ósæmilegt, ósmekklegt, klámfengið, ærumeiðandi, niðrandi, ógnandi, áreitandi, hatursfullt eða móðgandi,
b) hvetur til hegðunar sem telst refsiverð eða gæti leitt til einkaréttarábyrgðar,
c) brýtur gegn skyldum eða réttindum einstaklinga eða stofnana, þ.m.t. auglýsingarétti, rétti til friðhelgi einkalífs eða hugverkarétti,
d) inniheldur skemmd gögn eða aðrar skaðlegar, truflandi eða eyðileggjandi skrár,
e) auglýsir vörur eða þjónustu sem eru samkeppnishæfar við vörur og þjónustu Teya eða samstarfsaðila þess, samkvæmt einhliða ákvörðun Teya, eða
(f) er samkvæmt áliti Teya hneykslanlegt, takmarkar eða hindrar einstakling eða lögaðila við að nota eða njóta einhvers hluta þjónustunnar, eða efni sem kann að skapa hættu eða skaðabótaskyldu fyrir Teya, hlutdeildarfélög eða viðskiptavini þess eða aðra aðila.
Teya ber enga ábyrgð á því að hafa eftirlit með notendaefni en Teya áskilur sér hins vegar rétt til að fjarlægja notendaefni hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er án fyrirvara. Þú gerir þér grein fyrir að með því að nota þjónustuna kann þér að vera birt notendaefni sem er móðgandi, klúrt eða hneykslanlegt. Teya ber enga ábyrgð eða skaðabótaskyldu á nokkru notendaefni, þar á meðal tjóni eða skemmdum sem kunna að verða á notendaefni þínu.
b. Gagnavernd: Þú staðfestir að þú fylgir nú þegar og munir fylgja öllum gildandi lögum er varða persónuvernd, öryggi og notkun persónuupplýsinga sem þú veitir okkur eða færð aðgang að við notkun þína á þjónustunni.
Eins og kveðið er á um í gildandi lögum og þessum almennu skilmálum Teya berð þú ábyrgð á því að upplýsa viðskiptavini um að þú deilir persónuupplýsingum þeirra með Teya. Um leið og þú lætur Teya persónuupplýsingar í té eða heimilar Teya að safna persónuupplýsingum, verður þú að senda allar áskildar tilkynningar og fá allar áskildar heimildir og samþykki viðskiptavina þinna til að Teya sé löglega fært að safna, nota, halda eftir og birta persónuupplýsingar samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya, viðauka gagnaverndar og persónuverndarstefnu Teya.
c. Notkun og birting upplýsinga: Réttindi sem veitt eru öllum fyrirtækjum Teya í sambandi við notendaefni á einnig við um gögn, þar sem við á. Öll fyrirtæki Teya áskilja sér rétt til að birta upplýsingar að því gefnu að slík gögn séu uppsöfnuð og nafnlaus og öll fyrirtæki Teya kunna að nota gögn í tilgangi sem telst vera viðeigandi. Slíkur tilgangur felur í sér, en takmarkast ekki við, kynningar, endurbætur á þjónustu eða samnýtingu með viðskiptafélögum og þriðju aðilum (að því leyti sem slík notkun er leyfð samkvæmt gildandi lögum).
11. Öryggi
Við leggjum mikla áherslu á gagnaöryggi og höfum gert viðeigandi skipulagsfræðilegar og tæknilegar öryggisráðstafanir í því skyni að vernda persónuupplýsingar þínar og koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist fyrir slysni, séu notaðar eða opnaðar á óheimilan hátt, breytt eða birtar. Þar að auki takmarkast aðgangur að persónuupplýsingum þínum við starfsfólk, fulltrúa, verktaka og aðra þriðju aðila sem þurfa að fá aðgang að slíkum upplýsingum. Taka verður fram að þú berð einnig ábyrgð á því að nota stjórnsýslufræðilegar, tæknilegar og efnislegar stýringar sem eru viðeigandi fyrir fyrirtækið þitt.
Þú berð ennfremur ábyrgð á því að passa upp á aðgangsorðið þitt og takmarka aðgang að þjónustunni í samhæfa búnaðinum sem þú notar. Þú verður að tilkynna okkur umsvifalaust um alla óheimila notkun aðgangsorðsins eða Teya-reikningsins eða aðra öryggisbresti.
C hluti – Gjöld, innheimta og skattar
12. Gjöld
Eins og áður hefur komið fram bjóða fyrirtæki Teya upp á ýmsa þjónustu sem fellur að hluta undir viðbótarskilmála. Gjöldin sem þú greiðir eru því breytileg eftir því hvaða þjónustu þú notar og eru tilgreind nánar í viðeigandi viðbótarskilmálum.
Slík gjöld kunna að fela í sér gjöld sem eru innheimt reglulega eða eftir notkun. Þegar þú notar þjónustu okkar samþykkir þú að greiða gjöldin og viðeigandi skatta samkvæmt skilmálum viðeigandi viðbótarskilmála.
13. Greiðslur
a. Reikningar: Teya býður upp á ýmsa greiðslumáta fyrir greiðslu gjalda. Þú samþykkir og heimilar að Teya fyrir eigin hönd eða sem fulltrúi hlutdeildarfélaga sinna innheimti gjöld fyrir þjónustu með hvaða tiltækri aðferð sem er, þar á meðal með því að skuldfæra af debetkorti eða kreditkorti sem er tengt við Teya-reikninginn þinn eða þjónustu sem þú notar með beingreiðslu eða frádrætti frá uppgjöri þínu (eins og skilgreint er nánar í skilmálum greiðsluþjónustu).
Reglubundin gjöld kunna að vera skuldfærð fyrirfram eða þegar gengið er frá kaupum eða á viðeigandi endurnýjunardagsetningu þar til hætt er við slík gjöld. Áskrift þín mun endurnýjast sjálfkrafa þar til henni er sagt upp. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er og færð áfram aðgang að viðkomandi þjónustu þar til núverandi áskriftartímabili lýkur, eða þegar næsta reglubundna gjald kemur á gjalddaga. Reglubundin gjöld fást ekki endurgreidd og við veitum hvorki endurgreiðslu né inneign fyrir hluta áskriftartímabila eða þjónustu sem er ekki nýtt.
Við áskiljum okkur rétt til að innheimta gjöld allra fyrirtækja Teya og breyta innheimtuaðilum eftir því sem við á hverju sinni.
b. Innheimta gjalda: Þú verður að greiða eða ganga úr skugga um að Teya geti innheimt gjöld og aðrar fjárhæðir sem þú skuldar samkvæmt þessum almennu skilmálum eða öðrum viðeigandi viðbótarskilmálum á gjalddaga. Í tilvikum þegar þú greiðir ekki reikningsupphæðir á gjalddaga og innistæða Teya-reikningsins þíns nægir ekki til greiðslu upphæða sem þú skuldar samkvæmt þessum almennu skilmálum, viðbótarskilmálum eða samkvæmt öðrum samningum við Teya eða hlutdeildarfélög þess, er okkur og öllum fyrirtækjum Teya fyrir okkar hönd heimilt að draga frá, endurheimta eða jafna slíkar upphæðir af:
(a) Innistæðu Teya-reikningsins,
b) ógreiddum uppgjörum,
(c) fyrirliggjandi varasjóðum, eða
d) öðrum fjármunum í vörslu Teya eða annarra fyrirtækja Teya sem eru til greiðslu til þín.
14. Skattar
Öll gjöld eru án skatta nema annað sé tekið fram. Þú berð ábyrgð á að reikna út skatta af öllum toga, þ.m.t. virðisaukaskatt sem þörf er á að reikna, innheimta, greiða eða halda eftir við notkun þína á þjónustunni. Þú berð einnig ábyrgð á því að: (i) ákvarða hvort að greiða þurfi skatt af sölu þinni á vörum og þjónustu, mótteknum greiðslum og öllum öðrum færslum sem tengjast notkun þinni á þjónustunni og (ii) reikna út, safna, tilkynna eða greiða skatta af öllum toga til viðeigandi skattyfirvalda. Við berum enga ábyrgð á sköttum af nokkrum toga sem þú kannt að skulda í tengslum við notkun þína á þjónustunni.
Í sumum tilvikum kann okkur að vera skylt samkvæmt gildandi lögum að veita skattyfirvöldum upplýsingar varðandi notkun þína á þjónustunni. Þegar við höfum ekki allar áskildar upplýsingar tiltækar í slíkum tilvikum verður þú að láta okkur í té áskildar upplýsingar til að ljúka slíkri skýrslugerð.
Hluti D – Teya-vélbúnaður
Þakka þér fyrir að velja vélbúnað frá Teya við rekstur fyrirtækisins og til að auka umsvif viðskipta þinna. Tilteknir skilmálar gilda um notkun vélbúnaðar frá Teya sem þú ættir að lesa vel og vandlega.
Hafðu í huga að þegar þú leigir eða kaupir vélbúnað frá Teya gerir þú samning við fyrirtæki Teya samkvæmt staðsetningu þinni. Frekari upplýsingar má finna í viðeigandi viðbótarskilmálum.
15. Skyldur þínar
Þú samþykkir að nota vélbúnað frá Teya samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya og að allt starfsfólk þitt sem notar vélbúnað frá Teya hljóti þjálfun í réttri notkun hans. Þú samþykkir þar að auki eftirfarandi:
a) að nota vélbúnaðinn frá Teya eingöngu samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya og öllum viðeigandi viðbótarskilmálum og í fyrirhuguðum tilgangi og samkvæmt öllum notkunarleiðbeiningum sem við birtum öðru hvoru,
b) að nota vélbúnaðinn frá Teya samkvæmt gildandi lögum,
c) að hirða vel um og halda vélbúnaðinum frá Teya í góðu ástandi,
d) að bera ábyrgð á öllu tjóni eða tapi á vélbúnaðinum frá Teya í tilvikum þegar slíkur vélbúnaður er leigður og endurgreiða okkur virði slíks vélbúnaðar frá Teya ef hann verður fyrir skemmdum eða týnist, þar sem sanngjarnt mat er lagt á slit og í engum tilvikum greiða hærra verð en markaðsverð búnaðarins og
(e) að tilkynna okkur án ástæðulausrar tafar og undireins og þú kemst að tapi, tjóni, þjófnaði eða óviðeigandi eða óheimilli notkun vélbúnaðarins frá Teya.
16. Takmarkanir á vélbúnaði Teya
Þú samþykkir að þú munir ekki heimila öðrum aðila að:
a) nota vélbúnaðinn frá Teya til persónulegra-, fjölskyldu- eða heimilisnota,
(b) breyta tæknilegum takmörkunum vélbúnaðarins frá Teya eða virkja eiginleika sem hafa verið gerðir óvirkir eða eru bannaðir, eða
(c) vendismíða eða gera tilraun til að vendismíða vélbúnaðinn frá Teya nema að því leyti sem sérstaklega er heimilt samkvæmt gildandi lögum.
17. Kaup vélbúnaðar frá Teya
Hægt er að kaupa tilteknar gerðir af vélbúnaði frá Teya. Teya fyrirtækið sem þú kaupir vélbúnaðinn frá Teya af fer eftir staðsetningu þinni eins og tilgreint er í viðeigandi viðbótarskilmálum. Þú ættir að lesa skilmálana hér að neðan ef þú hyggst kaupa vélbúnað frá Teya, þar sem slíkir skilmálar gilda um sölu vélbúnaðar frá Teya.
a. Leggja fram pöntun: Hafðu samband við okkur til að panta vélbúnað frá Teya og við sendum þér pöntunarstaðfestingu þar sem fram kemur viðeigandi kaupverð á viðeigandi vélbúnaði frá Teya, flutningsaðferð, sendingargjöld og áætlaður afhendingardagur. Um leið og við höfum sent pöntunarstaðfestinguna sendum við þér reikning á netfangið sem tengist pöntuninni sem skal greiða fyrirfram. Við sendum pöntunina síðan á skráð heimilisfang þitt eftir að reikningurinn hefur verið greiddur.
Þú mátt ekki kaupa vélbúnað frá Teya til endursölu og við áskiljum okkur rétt til að hafna eða hætta við pöntunina þína ef við teljum þig vera að gera slíkt.
b. Sending og afturköllun: Við reynum okkar ítrasta til að uppfylla sendingar- og afhendingardaga en hugsanlega er slíkt ómögulegt ef Teya er ekki með vélbúnað á lager. Þar að auki geta margir ófyrirsjáanlegir atburðir haft áhrif á afhendingu vélbúnaðarins frá Teya eftir að flutningsaðili tekur við honum. Þar af leiðandi berum við ekki ábyrgð á seinkun á sendingu eða afhendingu, né tapi, tjóni eða sektum af nokkrum toga sem þú kannt að verða fyrir vegna seinkunar á sendingu eða afhendingu.Hætta á tapi og eignarhald vélbúnaðarins frá Teya færast yfir á þig um leið og þú færð búnaðinn afhentan. Við munum leita allra leiða til að senda þér tilkynningar um hvers konar atburði sem kunna að seinka eða hafa önnur áhrif á pöntunina þína.
Í sumum tilvikum kunnum við að staðfesta pöntunina þína en komumst síðan að því að við getum ekki sent þér vélbúnaðinn frá Teya. Af þeim sökum áskiljum við okkur rétt til að takmarka eða breyta magni í boði eða hætta við pöntunina þína hvenær sem er. Ef við afturköllum pöntunina þína vegna þess að vara er ekki til á lager endurgreiðum við þér kaupverðið að fullu.
c. Ábyrgð: Teya ábyrgist vélbúnað frá Teya vegna galla í efni og/eða frágangi þegar búnaðurinn er notaður með eðlilegum hætti í tvö (2) ár frá sendingardegi, að rafhlöðum undanskildum sem hafa sex (6) mánaða ábyrgð, nema annað sé tekið fram t.d. í viðbótarskilmálum eða í fylgiskjölum pöntunar þinnar. Þú færð tilkynningu ef gallinn er viðgerðarhæfur og við bjóðum þér annan vélbúnað frá Teya til notkunar á meðan við lagfærum gallann. Þegar ekki reynist unnt að lagfæra gallann mun Teya leitast við að skipta út slíkum gölluðum vélbúnaði frá Teya án endurgjalds. Þú verður hins vegar að senda gallaða vélbúnaðinn frá Teya til Teya á tilgreint heimilisfang og í tilgreindum umbúðarkassa ásamt öllum aukabúnaði, leiðslum, snúrum, íhlutum og fylgiskjölum innan tíu (10) daga eftir að þú hefur fengið hinn vélbúnaðinn til skiptanna frá Teya. Þessi takmarkaða ábyrgð gildir ekki um vélbúnað frá Teya sem hefur verið breytt, gert við, átt við, lent í slysi, misnotaður, lent í bruna eða orðið fyrir óviðráðanlegum atvikumf (þ.m.t. en takmarkast ekki við jarðskjálfta, flóð, fellibylji, eldingar eða hvirfilbylji) eða aðrar ytri orsakir af hvaða toga sem er. Þessi takmarkaða ábyrgð gildir ekki um vélbúnað frá þriðja aðila, rekstrarvörur eða hugbúnað, jafnvel þegar slíkur búnaður er endurseldur eða innifalinn í vélbúnaðinum frá Teya. Við áskiljum okkur rétt til að innheimta kostnað sem hlýst af viðgerð vélbúnaðarins frá Teya í tilvikum þegar ástæða viðgerðarinnar fellur ekki undir takmörkuðu ábyrgðina. Hafðu samband við okkur til að hefja viðgerðar- eða skilaferli samkvæmt ábyrgð.
E hluti - Lagalegir skilmálar
Það er okkur mikilvægt að setja fram á skýran hátt hvernig Teya ver hagsmuni sína á sama tíma og fyrirtækið veitir viðskiptavinum þjónustu sem felur í sér takmarkaða ábyrgð og fyrirvara. Hér á eftir eru slíkir fyrirvarar skilgreindir frekar ásamt öðrum lagalegum skilmálum og hvernig slíkir skilmálar eiga við um þig. Þrátt fyrir að margir notendur telji slíka lagalega skilmála lítt spennandi, er mikilvægt að þú lesir alla skilmálana vandlega og hafir samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar.
18. Ábyrgðir
Teya, endursöluaðilar, dreifingaraðilar og söluaðilar þess veita engar ábyrgðir, beinar eða óbeinar, tryggingar eða skilyrði varðandi notkun þína á þjónustunni, eins og varðandi eignarhald, söluhæfi, notagildi í ákveðnum tilgangi og framfylgd hugverkaréttar að því marki sem viðeigandi lög leyfa. Þú gerir þér grein fyrir því að notkun þjónustunnar er á þína eigin ábyrgð og að við veitum þjónustuna „eins og hún er“ og „samkvæmt framboði“. Við ábyrgjumst hvorki nákvæmni né tímanleika þjónustunnar. Þú kannt að hafa tiltekin réttindi samkvæmt gildandi lögum á þínu svæði. Ekkert sem kemur fram í þessum almennu skilmálum Teya hefur áhrif á slík réttindi, að því marki sem ekki er hægt að víkja frá þeim. Þú samþykkir að tölvu- og fjarskiptakerfi eru ekki villulaus og að stundum liggur þjónustan niðri. Við getum ekki ábyrgst að þjónustan muni verða tímanleg, örugg, laus við villur eða tap á efni eigi sér ekki stað, né getum við ábyrgst sendingar af nokkrum toga til og frá tölvunetum.
Teya afsalar sér allri ábyrgð og útilokar (og þú samþykkir að falla frá) allt fyrirsvar, ábyrgðir og tryggingar, beinar og óbeinar, hvort sem þær eru lögboðnar, samningsbundnar eða vegna beitingar lagaákvæðis, að því marki sem viðeigandi lög leyfa. Þú viðurkennir og samþykkir að notkun þjónustunnar er á þína eigin ábyrgð og að áhætta að því er varðar viðunandi gæði, afköst, nákvæmni eða umsýslu liggur öll hjá þér.
Þú samþykkir að kaup þín (og samþykkir þessa almennu skilmála Teya og aðra viðeigandi viðbótarskilmála) séu ekki háð því að þjónusta sé veitt í framtíðinni, virkni eða eiginleikum, eða háð munnlegum eða skriflegum opinberum athugasemdum Teya eða fyrir hönd þess varðandi þjónustu, virkni eða eiginleika í framtíðinni.
Teya veitir engar ábyrgðir, framsal, ábyrgðaryfirlýsingar á vöru eða þjónustu sem auglýst er eða er í boði frá þriðja aðila. Teya getur ekki stjórnað né borið ábyrgð á neinum vörum eða þjónustu sem er greitt fyrir í gegnum þjónustuna.
19. Fyrirsvar og ábyrgðir þínar
Með því að samþykkja þessa almennu skilmála Teya lýsir þú því yfir og ábyrgist að:
(a) þú hafir leyfi til að framkvæma og uppfylla allar skyldur sem tilgreindar eru í þessum almennu skilmálum Teya,
(b) Í tilvikum þegar þú notar þjónustuna fyrir hönd fyrirtækis samþykkir þú þessa almennu skilmála Teya (þ.m.t. alla viðbótarskilmála eftir því sem við á) og hefur leyfi til að ganga að þessum almennu skilmálum Teya fyrir hönd þess fyrirtækis.
(c) þú munt fylgja öllum lögum sem gilda um fyrirtæki þitt og notkun þína á þjónustunni,
d) starfsfólk, stjórnendur, verktakar og umboðsmenn fyrirtækisins munu ávallt fylgja þessum almennu skilmálum Teya,
(e) þú munt standa við allar skyldur þínar gagnvart viðskiptavinum og leysa úr öllum ágreiningi eða kvörtunum með því að hafa samband beint við viðskiptavininn,
f) allar upplýsingar sem þú veitir okkur um fyrirtæki þitt, vörur eða þjónustu séu réttar og fullnægjandi og
(g) þú munt ekki nota þjónustuna, beint eða óbeint í sviksamlegum eða ólöglegum tilgangi, eða í nokkrum tilgangi sem gæti truflað eðlilega starfsemi þjónustunnar.
20. Takmörkun ábyrgðar
Ekkert í þessum almennu skilmálum Teya útilokar eða takmarkar bótaábyrgð nokkurs aðila vegna: (a) dauðsfalls eða líkamstjóns af völdum vanrækslu hans, (b) sviksamlegra rangra staðhæfinga eða vegna annars sviksamlegs athæfis eða athafnaleysis, eða (c) annarrar bótaábyrgðar sem ekki er hægt að útiloka eða takmarka með lögmætum hætti, þrátt fyrir að aðrir skilmálar í þessum almennu skilmálum Teya bendi til þess að svo sé.
Í engum tilfellum skal Teya vera skaðabótaskylt gagnvart þér (hvort sem um er að ræða samning, skaðabótaskyldu (þ.m.t. vanrækslu), brot á lögbundinni skyldu eða annað), vegna einhvers af eftirfarandi: (a) hagnaðartaps, (b) sölu-, veltu-, tekju- eða viðskiptataps, (c) taps á viðskiptavinum eða samningum, (d) taps eða skaða á orðspori eða viðskiptavild, (e) taps viðskiptatækifæra, (f) taps áætlaðs sparnaðar, (g) taps hugbúnaðar eða gagna, (h) taps við notkun vélbúnaðar, hugbúnaðar eða gagna, (i) taps eða tímasóunar stjórnenda eða annarra starfskrafta eða (j) óbeins, afleidds eða sérstaks taps sem stafar af eða tengist þessum almennu skilmálum Teya, hvort sem slíkt tap var fyrirsjáanlegt eða ekki eða hvort sá aðili sem annars væri ábyrgur fyrir slíku tapi hefði verið látin vita af því (og að því er varðar þessa málsgrein, felur hugtakið „tap“ í sér tap eða minnkun á virði sem og heildartap).
Undir engum kringumstæðum mun Teya bera ábyrgð á nokkru tjóni, tapi eða líkamsmeiðslum sem verða vegna tölvuþrjóta, fikts eða öðrum óheimilum aðgangi að eða notkun þjónustunnar eða Teya-reikningnum þínum eða upplýsingum sem þar er að finna, að því marki sem viðeigandi lög leyfa. Teya, afhendingaraðilar, birgjar og leyfisveitendur þess (eða einhver af viðkomandi hlutdeildarfélögum, umboðsaðilum, stjórnendum eða starfsmönnum þeirra) bera enga ábyrgð á: (a) villum, mistökum eða ónákvæmni sem kunna að koma fram í þjónustunni, (b) líkamstjóni eða eignatjóni af hvaða toga sem er sem hlýst af aðgangi þínum að eða notkun þinni á þjónustunni, (c) óheimilum aðgangi eða notkun á öruggum netþjónum okkar og/eða öllum persónuupplýsingum sem þar eru geymdar, (d) hvers konar truflunum eða stöðvun á sendingu til eða frá þjónustunni, (e) villum, tölvuveirum, trójuhestum eða þess háttar af öllum toga sem þriðju aðilar kunna að senda til þjónustunnar eða um þjónustuna, (f) hvers konar villum eða úrfellingum í efni eða gögnum af öllum toga eða hvers konar tjóni eða skemmdum sem hlýst af notkun efnis eða gagna sem eru birt, send í tölvupósti, send út eða á annan hátt gerð aðgengileg um þjónustuna og/eða (vii) truflunum eða stöðvun á þjónustunni.
Samkvæmt áðurnefndum ákvæðum og að því marki sem ábyrgðartilvik á sér stað, viðurkennir þú og samþykkir að eina úrræði þitt vegna ábyrgðartilviks takmarkist við fyrirtæki Teya sem veitti þér þjónustuna eins og tilgreint er í viðeigandi viðbótarskilmálum, óháð því hvort eiginleikar viðeigandi þjónustu séu studdir, knúnir eða veittir af öðru fyrirtæki Teya.
Þú samþykkir að takmarka viðbótarábyrgð af hvaða toga sem er, hvort sem um er að ræða samning, skaðabótaskyldu (þar með talið vanrækslu), samkvæmt lögum eða að öðru leyti sem Teya hefur ekki afsalað sér eða hafnað samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya, við beint og skjalfest tjón þitt og þú samþykkir enn fremur að undir engum kringumstæðum mun slík ábyrgð vera hærri en sem nemur samanlagðri fjárhæðinni sem þú greiddir okkur fyrir þjónustuna síðustu sex (6) mánuði áður en ábyrgðartilvikið átti sér stað, að því marki sem slíkt er ekki bannað samkvæmt gildandi lögum.
Alls staðar þar sem þjónusta okkar er veitt án endurgjalds skal samanlögð ábyrgð okkar, afhendingaraðila, birgja og leyfisveitenda (eða einhverra af viðkomandi hlutdeildarfélaga, umboðsaðila, stjórnenda eða starfsmanna þeirra) í tengslum við þessa almennu skilmála Teya eða viðbótarskilmála af hvaða toga ekki vera hærri en 500 GBP.
21. Skaðabætur
Þú samþykkir að bæta skaða, verja og fría Teya ábyrgð gegn hvers kyns bótakröfum, kröfum, tapi, tjóni, dómsuppkvaðningum, skattmati, skaðabótum, vöxtum og útgjöldum (þ.m.t. en án takmarkana sanngjarna þóknun lögmanna) vegna krafna, aðgerða, endurskoðana, rannsókna, fyrirspurna eða annarra málsmeðferða sem rekin eru af einstaklingi eða lögaðila sem til eru komnar vegna eða í tengslum við: (a) öll raunveruleg eða ætluð brot þín gegn fyrirsvari, ábyrgðum eða skilyrðum sem koma fram í þessum almennu skilmálum Teya, þ.m.t. án takmarkana öll brot gegn reglum okkar (b) ranga eða óviðeigandi notkun þína á þjónustunni (c) broti á rétti þriðja aðila, þ.m.t. án takmarkana rétti til einkalífs, birtingar- eða hugverkaréttindum, (d) öllu notendaefni sem þú birtir, (e) broti þínu gegn öllum gildandi lögum eða (f) aðgangi og/eða notkun allra annarra aðila á þjónustunni undir einkvæmu nafni, aðgangsorði eða viðeigandi öryggiskóða þínum.
22. Framsal
Þú mátt hvorki framselja né úthluta þessum almennu skilmálum Teya, viðbótarskilmálum og/eða tengdum réttindum og skyldum af nokkrum toga, þar á meðal en ekki takmarkað við veðsetningu eða kvaðir á kröfur sem þú kannt að eiga á hendur Teya, án fyrirfram skriflegs samþykkis okkar, en við áskiljum okkur rétt til að framselja og úthluta framansögðu án samþykkis þíns eða annarra takmarkana.
23. Samningurinn í heild sinni
Þessir almennu skilmálar Teya og allir viðeigandi viðbótarskilmálar teljast vera endanlegur samningur á milli þín og okkar hvað varðar aðgang og notkun þína á þjónustunni og fella úr gildi og leysa af hólmi alla fyrri samninga á milli þín og okkar varðandi aðgang og notkun þína á þjónustunni.
24. Ógilding
Í tilvikum þegar eitthvað ákvæði þessara almennu skilmála Teya er úrskurðað ógilt eða óframkvæmanlegt samkvæmt gildandi lögum skal breyta ákvæðinu í samræmi við markmið slíks úrskurðar að því leyti sem mögulegt er samkvæmt gildandi lögum og önnur ákvæði munu áfram halda gildi sínu.
25. Gildistími
Öll ákvæði sem réttmætt teljast nauðsynleg til að ná eða framfylgja tilgangi þessara almennu skilmála Teya og allra viðeigandi viðbótarskilmála munu standa og halda gildi sínu í samræmi við viðkomandi skilmála þegar þessum almennu skilmálum Teya og öllum viðeigandi viðbótarskilmálum er sagt upp.
26. Engin undanþága frá ákvæðum
Vanræksla okkar við að beita eða framfylgja ákvæðum eða réttindum samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya jafngildir ekki undanþágu frá slíkum ákvæðum eða réttindum.
27. Óviðráðanleg atvik
Hvorki þú né við berum ábyrgð á vanefndum sem stafa af bilunum í fjarskiptum, veituþjónustu eða búnaði, átökum á vinnumarkaði, uppþotum, stríðsátökum eða hryðjuverkaárásum, vanefndum söluaðila okkar eða birgja, eldsvoðum eða náttúruhamförum eða öðrum atburðum sem samningsaðilar teljast á réttmætan hátt ekki hafa stjórn á. Ekkert í þessum hluta hefur hins vegar áhrif á eða fellur niður ábyrgðir þínar varðandi gjöld sem þú skuldar okkur samkvæmt þessum almennu skilmálum Teya eða öðrum viðeigandi viðbótarskilmálum.
28. Málfar
Um leið og þú samþykkir þessa almennu skilmála Teya viðurkennir þú og samþykkir að þessir almennu skilmálar Teya og allir viðeigandi viðbótarskilmálar auk allra fylgiskjala þeirra skuli vera á ensku. Við munum hins vegar leitast við að láta þér í té þýðingar í upplýsingaskyni.
29. Deilur
a. Kvartanir: Þú getur haft samband við okkur og komið kvörtun á framfæri ef þú vilt koma á framfæri athugasemd varðandi þjónustu okkar. Við getum látið í té afrit af meðhöndlunarferli okkar á kvörtunum samkvæmt beiðni.
b. Gildandi lög: Þessir almennu skilmálar Teya og aðrir viðbótarskilmálar (nema annað sé tekið fram í slíkum viðbótarskilmálum) skulu falla undir og vera túlkaðir samkvæmt íslenskum lögum, án þess að það stangist á við meginreglur laga. Að því marki sem ensk lög stangast á við lög í heimalandi þínu skulu ensk lög ganga framar að því marki sem unnt er.
c. Lögsagnarumdæmi: Sé ekki samið um annað og að því marki sem gildandi lög leyfa skulu deilumál sem upp koma vegna eða í tengslum við þessa almennu skilmála Teya, viðbótarskilmála eða efni þeirra eða uppsetningu leyst fyrir enskum dómstólum. Þrátt fyrir ofangreint áskiljum við okkur rétt til að leggja fram kröfur af hvaða toga sem er (þ.m.t. lögbann) á hendur þér í lögsagnarumdæmi þínu eða öðru viðeigandi lögsagnarumdæmi. Til að taka af allan vafa skal lögbann fela í sér eftirfarandi, án þess að takmarkast við: (i) aðför, (ii) tímabundið lögbann eða (iii) svipuð úrræði.
d. Úrlausn: Þú samþykkir að vinna með okkur í góðri trú að því að leysa ágreininginn áður en þú vísar ágreiningnum til dómstóla.
These general terms (“Teya General Terms”) are a legal agreement entered into by and between Teya (as further defined below and referred to as “Teya”, “us”, or “we” in these Teya General Terms) and the entity or person who enters into these Teya General Terms (“you”, “your”, or “user”). These Teya General Terms govern your use of Teya’s services, including payment processing, software, mobile applications, websites, hardware and other products and services (each, a “Service”, collectively, the “Services”).
These Teya General Terms become effective as soon as:
i. you indicate your acceptance of these terms or Additional Terms;
ii. you start using our Services,
whichever happens first.
Please note that the terms of our Data Processing Addendum are incorporated into these Teya General Terms by reference. The Data Processing Addendum governs how we process personal data you provide to us. For more detail on how we treat your personal information, please read our Privacy Policy.
You may not access or use any Services unless you agree to abide by all the terms and obligations set out in these Teya General Terms and the relevant Additional Terms.
If you have any questions or if you do not understand any of the provisions within these Teya General Terms, please contact us - our team is more than happy to assist.
Part A – General Terms
Throughout these Teya General Terms, the following terms will have the meaning set out below, unless the context otherwise requires.
Additional Terms: Terms and conditions specific to the Service that you use. Additional Terms incorporate these Teya General Terms by reference;
Applicable Laws: All laws which are applicable to the relationship between you and us in our provision of the Services;
Amendments: Any amendments made to these Teya General Terms or applicable Additional Terms (including the Fees);
Authorised Users: Those of your employees, agents and independent contractors or any other individual who are authorised by you to use the Services;
Business Day: Any day other than a Saturday, a Sunday, a day which is a public holiday or a day on which banking institutions are closed in the relevant jurisdiction;
Customers: Purchasers of your goods or services;
Data: Includes but is not limited to:
i) Personal Data (within the meaning set out in the EU General Data Protection Regulation 2016/679, and their national implementing legislations, including the UK Data Protection Act 2018 (as amended and replaced from time to time) which is transmitted to or accessible through the Services (this is further described in our Privacy Policy);
ii) User Content which has the meaning set out in section 10; and
iii) any other non-personal information collected by us including to detect fraud and analysis (including aggregated or anonymised information) and any other information created by or originating from or uploaded to the Services;
External Services: Access to external third-party services via our Services, such as products, websites, content or integrations;
Fees: All the fees applicable to the Services;
Notices: Notices and communications from us to you, made electronically or otherwise, via our website, by email, including notices regarding Amendments to these Teya General Terms, any Additional Terms (unless otherwise stated in the relevant Additional Terms), Fees, or any policies, disclosures, notices, transaction information, invoices, statements, responses to claims and other customer communication;
Payment Method: A type of payment method that Teya accepts as part of the Payment Services, such as credit card and debit card;
Network: A provider of a Payment Method, and a payment network provider that manages payment transactions, using both debit and credit cards to process payments, such as Visa, Mastercard, UnionPay, and American Express;
Payment Services: Services that you may use to accept payments from your Customers for Transactions or any other applicable financial transactions;
Representative: The person registering for your Teya Account on your behalf;
Reserve: Funds withheld by Teya or its affiliates as security against your liabilities under these Teya General Terms and/or Additional Terms;
Teya: The Teya entity you’re contracting with for the Services as further set out in the Additional Terms;
Teya Account: A unique account which a user may register for in order to access a portal or other platform provided by Teya to manage the Services, including Teya Software or certain External Services. The Teya Account is operated and provided by Teya Services Ltd. (company number: 12271069), registered at Third Floor, 20 Old Bailey, London, United Kingdom, EC4M 7AN;
Teya Company: Us, our parent company, subsidiaries of the parent company and our affiliates;
Teya Hardware: Teya Hardware includes any instrument or piece of equipment, including accessories and components, as well as software installed or otherwise associated with the above, provided by Teya;
Teya Software: The software applications provided by us under these Teya General Terms and the applicable Additional Terms for the relevant Teya Software;
Settlement: The Settlement Value, which means the process of transferring funds owed to a merchant from completed transactions, typically involving the clearing of payment information between the merchant, payment processor, and financial institutions, and the subsequent transfer of the funds to the merchant's designated bank account, as further set out in the Payment Services Terms.
Taxes: Includes any and all present or future taxes, charges, fees, levies or other assessments, including, without limitation, income, value-added, goods and services tax or similar tax, gross receipts, excise, real or personal property, sales, withholding, social security, occupation, use, severance, environmental, license, net worth, payroll, employment, franchise, transfer and recording taxes, fees and charges, imposed by any domestic or foreign taxing authority; and
Transaction: The payment of funds between you and a Customer related to the sale of goods and or services.
3. Access to our Services
As we provide various Services, there may be different ways you can sign up for a Service. However, they all have one thing in common, and that thing is information which we require from you to be able to register you as a Teya customer and provide you a Service. This information will vary depending on the Service you are signing up for and it may include your business or trade name, physical address, email, phone number, business identification number, URL, the nature of your business or activities, and certain other information about you that we may require. Sometimes, we may also ask you for some personal information (including name, date of birth, and government-issued identification number) about your beneficial owners, principals, and your Teya Account administrator. As mentioned above, protecting your personal information is very important to us – you can find out more about this by reading our Privacy Policy.
a. Signing up to your Teya Account: If you are registering for a Teya Account, either for you as an individual or on behalf of a legal entity, here are the basics, it’s super simple. We just need to grab some details from you or your Representative, which may differ depending on whether you are registering as an individual or as a legal entity and may include some or all of the information referred to above. We’ll let you know when your Teya Account is active once we have reviewed and approved all required information. In some instances, your Teya Account is automatically generated, subject to the information we gather from you during your application process for a Service. If that’s the case, your Teya Account is ready for use once the application process is completed.
b. Applying for a Teya Service: Where you’re requesting access to a Service which is not accessible via your Teya Account, we will provide you with a medium where you’ll be able to submit your application to us, setting out which information we require for us to be able to register you for a Service.
c. Regulated Services: Some the Services we provide are regulated, such as our Payment Services. Due to regulatory requirements, as well as for us to be able to assess your eligibility as a potential customer, we may request further information from you. This may include copies of financial statements, reporting validating documentation that allows us to calculate outstanding credit exposure/risk of loss or other records pertaining to your compliance with these Teya General Terms. We may also require you to provide a personal or company guarantee.
Under Applicable Laws, such as anti-money laundering legislation, we are required to verify your identity and the identities of the beneficial owners of any business using the Payment Services.
We may request and review identity verifying information about you, for example from external service providers, including credit reporting agencies and information bureaus. Teya may periodically obtain additional reports, including in relation to your credit worthiness, to determine whether you continue to meet the requirements for Payment Services.
Teya may request additional information from you at any time. Your failure to provide this information or material requested by Teya may result in suspension or termination of your Teya Account or your access to the Services.
d. Informing us of any changes: You must keep the information in your Teya Account up to date and inform us of any changes with respect to your business, such as nature of your business activities, your Representatives, beneficial owners, principals, or any other relevant information, by contacting Teya support. Your failure to keep your information up to date may result in us suspending or terminating your Teya Account or your access to our Services.
At Teya, we thrive to always improve your experience using the Services. This is why we have given you access to your Teya Account via a convenient and user-friendly portal, where you can manage the Services you have with Teya, including any updates to your information.
To ensure we improve and offer you the best solution to manage your Teya Account, we reserve the right to modify, alter or discontinue any of our existing platforms as well as introduce new ways for you to access your Teya Account and our Services. If this happens, we will notify you.
4. Term & Termination
These Teya General Terms will continue to apply from the date they become effective until terminated by you or us.
a. Our termination rights: Unless otherwise required by Applicable Law, we reserve the discretion to immediately terminate these Teya General Terms (and any applicable Additional Terms) and close your Teya Account. We may also suspend your access to your Teya Account and/or to the Services. Reasons why we would terminate our relationship with you or suspend your access to the Services include, but are not limited to:
(a) you breaching these Teya General Terms, any Additional Terms, as well as any other agreement you have with Teya, including Teya’s policies or instructions;
(b) you providing any false, incomplete, inaccurate, or misleading information or otherwise engage in fraudulent or illegal conduct;
(c) you becoming ineligible for the Services due to fraud or credit risk, or any other risks associated with your Teya Account; or
(d) us being required to do so due to Applicable Law or a request from a competent authority or a Network.
(e) you are acting in a threatening or abusive manner, including towards Teya merchants or staff.
b. Your termination rights: You may terminate these Teya General Terms or any Additional Terms at any time by closing your Teya Account, as applicable, or by providing us with written notice of your intention to terminate. Termination of these Teya General Terms, Additional Terms, or a suspension of your access to the Services or your Teya Account, does not affect your obligations as set out in these Teya General Terms, or any Additional Terms (as applicable), including all Fees, charges and other payment obligations.
c. In case of termination:
(a) any rights granted under these Teya General Terms will end;
(b) you agree to immediately cease use of all Services;
(c) you must return the Teya Hardware (in case you have not purchased it) within seven (7) working days as well as any other equipment or material you may have which belongs to us; and
(d) no Teya Company will be liable to you or any third party, including Customers, for compensation, reimbursement or damages for any termination or suspension of the Services or for deletion of your information or account data.
5. Amendments & electronic Notices
a. Amendments: Each Teya Company may:
(a) amend these Teya General Terms and any applicable Additional Terms;
(b) change, discontinue, or impose conditions on use of the Services; and
(c) revise the Fees, whether they are set out in these Teya General Terms or Additional Terms,
at any time by way of a Notice that we deem to be reasonable (except where a specified notice period is required by law, in which case we will abide by the applicable law).
A revised version may be posted on Teya’s website or communicated to you through the Services.
An Amendment will come into effect on the date we specify in the Notice, and your use of the Services after an Amendment has taken effect, constitutes your acceptance of the terms of the modified Teya General Terms, Additional Terms or Fees as applicable.
b. Electronic Notices: When you accept these Teya General Terms you agree that all Notices regarding the Services may be made electronically, to the extent permissible by Applicable Law. You also agree that electronic Notices shall have the same legal effect as physical copies.
6. Restrictions & Unauthorised or Illegal Use
a. Restrictions: We want you to use our Services in a manner which they’re intended for and not in any way which is harmful to us or others. We’ve therefore set out the restrictions below (without limitation) which you must adhere to. You must not, nor allow any third party to:
(a) decompile, disassemble, reverse engineer or attempt to reconstruct or discover any source code, underlying ideas, algorithms, file formats or programming or interoperability interfaces of the Services, by any means whatsoever;
(b) distribute viruses or other harmful or malicious computer code via or into the Services;
(c) access, store, distribute or transmit any material during the course of your use of the Services that is unlawful, harmful, threatening, defamatory, obscene, infringing, harassing or racially or ethnically offensive;
(d) engage in any conduct that disrupts or impedes a third party’s use and enjoyment of the Services;
(e) sell, lease, lend, assign, sublicense, grant access or otherwise transfer or disclose the Services in whole or in part, to any third party;
(f) modify or incorporate into or with other software or create a derivative work of any part of the Services, unless agreed to in writing by Teya;
(g) use the Services for any use other than internal business use;
(h) use unauthorised modified versions of the Services, including without limitation, for the purpose of building a similar or competitive product or service or for the purpose of obtaining unauthorized access to the Services;
(i) use the Services in any way that is contrary to these Teya General Terms, any other Additional Terms or Applicable Laws.
b. Unauthorised or Illegal use: If we suspect or know that you are using or have used the Services for unauthorised, fraudulent, or illegal purposes, or in a manner that exposes you, us, or others to risks unacceptable to us, we may limit or disable the functionality of your Service, until such time as you demonstrate to our reasonable satisfaction that our suspicion was unfounded, or you provide us with sufficient assurances that the unacceptable use has been appropriately mitigated and will not recur.
7. Your equipment & the support we provide
a. Your equipment: In order to use the Services, you’ll need a stable internet connection, as well as relevant additional equipment. We do not offer such connection nor additional equipment, unless expressly agreed by us, and therefore you are responsible for making sure you have access to the above to the extent it is needed to use the Services. We do not warrant that the Services will be compatible with your equipment.
b. Support: Navigating through the digital realm can be a bit daunting and complicated at times and we understand that you might need assistance from time to time. Customer service is at the heart of our operations. We will therefore happily provide you with the support you need related to your use of the Services. Certain Services may offer separate support specific to the Service you use or additional customer service, subject to the applicable Additional Terms, so make sure you give them a read.
8. The Services
a. Service availability: The Services, including any material or products offered through them, may be unavailable from time to time, may be offered on a limited basis, or may vary depending on your location or device. You agree not to access or use the Services in case it is illegal or not licensed for use in your location from which you access or use the Services, or to conceal or misrepresent your location or identity in order to use the Services.
We will endeavour to keep the Services up and running, including the Teya Software, but, as is the case with online services, they may suffer periodic disruptions and outages. We are not liable for any disruption or loss you may suffer as a result. If an outage occurs, it is possible that you may not be able to access or retrieve the User Content.
b. Service updates: We may need to update the Services from time to time, including in order to keep the Services functioning properly or to offer you new and exciting features. We may automatically inspect your version of the Teya Software and download updates and configuration changes. In some instances, it may be required to update the Teya Software in order to be able to continue using it.
It’s important to note that we are not obligated to make any updates available and we don’t guarantee that we will support your system, or the version of your system, on which you purchased or licensed the Teya Software. Our updates may not be compatible with External Services.
Sometimes we may need to remove or change features or functionality of the Teya Software or stop providing a Teya Software or access to External Services altogether. We have no obligation (except to the extent required by Applicable Law) to provide you with a download or replacement of any Teya Software previously purchased or licensed.
c. Licence: In order for you and Authorised Users to have access to the Services, Teya gives you a licence to use the Services which means that you don’t own the relevant Service. All intellectual property rights in the Services are exclusively owned by Teya, but you do have a right to use the Services subject to these Teya General Terms, as well as any applicable Additional Terms.
You are therefore granted a non-exclusive, non-transferable and revocable licence to electronically access and use the Services only in the manner described in these Teya General Terms, and the applicable Additional Terms for the relevant Service. We may make updates to the Services or new Services available to you automatically as electronically published by Teya, but we may require action on your part before you may use the Services or new services (including manual activation, or acceptance of new or Additional Terms). Teya may revoke or terminate this licence at any time as further set out in these Teya General Terms, or as applicable, any Additional Terms.
You may not: (i) claim or register ownership of Services on your behalf or on behalf of others; (ii) sublicense any rights in Services granted by us; (iii) import or export any Services to a person or country in violation of any country’s export control Laws; (iv) use Services in a manner that violates these Teya General Terms or Applicable Laws; or (v) attempt to do any of the foregoing.
d. External Services: The Services may be linked to External Services, or offer you the opportunity to connect, enable or access External Services, via the Services, such as through your Teya Account. In such cases your Teya Account serves as a method of facilitating the registration of or authentication into an account associated with an External Service, which may be a different account than your Teya Account. The information required to use an External Service following your registration with your Teya Account may vary based on External Service requirements. You agree that access and use of such External Services shall be governed solely by the terms and conditions of such External Services, and that Teya is not responsible or liable for, and makes no representations or warranties as to any aspect of such External Services, including, without limitation, their content or data practices, or any interaction between you and the provider of such External Services. Any use by you of External Services shall be solely between you and the applicable provider of such External Services. Teya is not liable for any damage or loss caused or alleged to be caused by or in connection with your enablement, access or use of any such External Services, or your reliance on the privacy practices, data security processes or other policies of such External services.
Part B - Intellectual Property, Data & Security
9. Intellectual Property
As between you and us, we and our licensors exclusively own all rights, title, and interest in the patents, copyrights (including rights in derivative works), moral rights, rights of publicity, trademarks or service marks, logos and designs, trade secrets, and other intellectual property embodied by, or contained in the Services or any copies thereof. The Services are protected by copyright, trade secret, patent, and other intellectual property laws, and all rights in the Services not expressly granted to you in these Teya General Terms (or Additional Terms) are reserved.
To the extent you offer feedback, comments, or suggestions about our Services and materials, we can use and incorporate them into our Services without any obligation to you. All intellectual property rights in your feedback will belong to Teya from the moment of creation. If any rights don't automatically transfer to Teya, you're assigning them to us in full. You confirm that: (a) Teya isn't bound to keep your feedback confidential; and (b) Teya can freely use and exploit your feedback in any form or medium, for any purpose, without compensating its provider, author, or creator.
10. Data
a. User Content: You grant each Teya Company (and its successors) a worldwide, perpetual, irrevocable, non-exclusive, royalty-free, fully paid, transferable and sub-licensable right to use, reproduce, modify, adapt, publish, prepare derivative works of, distribute, publicly perform and publicly display any material or information you upload or make available through the Services or your Teya Account throughout the world in any media (“User Content”) in order to provide or promote the Services.
You will not upload or provide User Content or otherwise post, transmit, distribute or disseminate through the Services or present in your physical premises any material that (without limitation):
(a) is false, misleading, unlawful, obscene, indecent, lewd, pornographic, defamatory, libelous, threatening, harassing, hateful or abusive;
(b) encourages conduct that would be considered a criminal offense or gives rise to civil liability;
(c) breaches any duty toward or rights of any person or entity, including rights of publicity, privacy or intellectual property rights;
(d) contains corrupted data or any other harmful, disruptive or destructive files;
(e) advertises products or services competitive with Teya’s or its partners’ products and services, as determined by Teya in its sole discretion; or
(f) in Teya’s sole judgment, is objectionable, restricts or inhibits any person or entity from using or enjoying any portion of the Services or which may expose Teya, its affiliates or its customers or other persons to harm or liability of any nature.
Although Teya has no obligation to monitor any User Content, Teya has absolute discretion to remove User Content at any time and for any reason without notice. You understand that by using the Services, you may be exposed to User Content that is offensive, indecent or objectionable. Teya does not take any responsibility, nor assumes any liability, for any User Content, including any loss or damage to any of your user Content.
b. Data Privacy: You confirm that you are now and will continue to be compliant with all Applicable Laws governing the privacy, protection, and your use of Personal Data that you provide to us or access through your use of the Services.
As may be required by Applicable Law and in connection with these Teya General Terms, you are solely responsible for disclosing to Customers that you share their Personal Data with Teya. When you provide Personal Data to Teya, or authorise Teya to collect Personal Data, you must provide all necessary notices to and obtain all necessary rights and consents from your Customers sufficient to enable Teya to lawfully collect, use, retain and disclose the Personal Data in the ways these Teya General Terms, the Data Protection Addendum and Teya’s Privacy Policy describe.
c. Data use & disclosure: Rights granted under 10 (a) to each Teya Company in relation to User Content shall, where applicable, also apply to Data. Each Teya Company reserves the discretion to disclose Data to the extent that it is aggregated and anonymised, and each Teya Company may use Data for purposes deemed appropriate. Such purposes include but are not limited to, promotion, service improvements, or sharing with business partners and third parties(insofar as such use is permitted by Applicable Law).
11. Security
Data security is extremely important to us and we have put in place appropriate organisational and technical security measures to prevent your Personal Data from being accidentally lost, used or accessed in an unauthorised way, altered or disclosed. In addition, we limit access to your Personal Data to those employees, agents, contractors and other third parties who have a business need to know. We note however that you are also responsible for implementing administrative, technical, and physical controls that are appropriate for your business.
Further, you are responsible for safeguarding your password and for restricting access to the Services from your compatible equipment. You will immediately notify us of any unauthorised use of your password or Teya Account or any other breach of security.
Part C – Fees, Billing & Taxes
12. Fees
As stated previously, Teya Companies offer various Services, governed in part by Additional Terms. The Fees payable by you will therefore vary depending on the Service you use and are as set out in the applicable Additional Terms.
This may include Fees payable on a recurring basis or on an as-used basis. By using our Services, you agree to pay the Fees and any applicable taxes in accordance with the terms of the relevant Additional Terms.
13. Billing
a. Billing: Fees may be paid by various payment methods made available by Teya. You agree and authorise that Teya, on its own behalf or as an agent for its affiliates, may collect Fees for Services via any available method, including charging a debit card or credit card linked to your Teya Account or the particular Service you use, by direct debit or deduction from your Settlement (as further defined in the Payment Services Terms).
Fees charged on a recurring basis may be charged in advance or upon purchase, as well as on the relevant renewal date until cancelled. Your subscription will renew automatically unless cancelled. You can cancel your subscription at any time, and you will continue to have access to the relevant Service until the end of your current subscription period, when the next recurring Fee is due to be paid. Fees payable on a recurring basis are non-refundable, and we do not provide refunds or credits for any partial subscription periods or unused Services.
We reserve the right to bill Fees from any Teya Company and to change billing entities as we deem appropriate.
b. Collection of Fees: You must pay, or ensure that Teya is able to collect, Fees and other amounts you owe under these General Terms or any applicable Additional Terms when due. If you fail to pay invoiced amounts when due, if your Teya Account balance is negative or does not contain funds sufficient to pay amounts that you owe under these General Terms, Additional Terms, or under any other agreement with Teya or any of its affiliates, we, and any other Teya Company on our behalf, may deduct, recoup or setoff Fees and such amounts from your:
(a) Teya Account balance;
(b) unpaid Settlements;
(c) established Reserves; or
(d) any other funds held by Teya or another Teya Company otherwise payable to you.
14. Taxes
Unless otherwise stated, all Fees are exclusive of any Taxes. You are responsible and liable for determining any and all Taxes, including any VAT, required to be assessed, incurred, collected, paid or withheld for your use of the Services. You also are responsible and liable for: (i) determining whether Taxes, apply to your sale of products and services, payments received, and any other transactions arising from or out of your use of the Services; and (ii) calculating, collecting, reporting or remitting any Taxes, to the appropriate tax and revenue authorities. We assume no liability in connection with any taxes you might owe in connection with your use of the Services.
In some cases, we may be obliged under Applicable Law to provide information to tax authorities related to your use of the Services. Where that’s the case, and we do not hold all information required, you must provide us with the necessary information to complete such reporting.
Part D – Teya Hardware
We’re glad that you’ve chosen to use our Teya Hardware to support your business needs and grow your operations. There are certain specific terms which govern the use of our Teya Hardware so please read them over carefully.
Please note that when you lease or purchase Teya Hardware the Teya Company which you’re contracting with depends on where you are located. For further details please view the applicable Additional Terms.
15. Your Obligations
You agree that your use of the Teya Hardware will be in accordance with these Teya General Terms and that any employee on your behalf using the Teya Hardware is competent to operate it. Further, you:
(a) shall only use the Teya Hardware in accordance with these Teya General Terms and any applicable Additional Terms and for the purpose that it is intended, and any operating instructions expressed by us from time to time;
(b) shall use the Teya Hardware in compliance with all Applicable Law;
(c) must keep the Teya Hardware in good repair and condition;
(d) shall be responsible for any damage or loss to the Teya Hardware in case such hardware is leased, and you must reimburse us the value of such Teya Hardware if damaged, destroyed or lost, taking reasonable account of any wear and tear and at no times exceeding the market value of the equipment; and
(e) must notify us without undue delay and as soon as you are aware of any loss, destruction, theft, inappropriate or any unauthorised use of the Teya Hardware.
16. Teya Hardware Restrictions
You agree that you will not and will not allow any other party to:
(a) use the Teya Hardware for personal, family, or household purposes;
(b) work around any of the technical limitations implemented in Teya Hardware or enable functionality that is disabled or prohibited; or
(c) reverse engineer or attempt to reverse engineer the Teya Hardware except as expressly permitted by Applicable Law.
17. Teya Hardware Purchase
Certain Teya Hardware may be available for purchase. The Teya Company you are purchasing Teya Hardware from may depend on your location as further provided under the relevant Additional Terms. If you want to purchase your very own Teya Hardware, please take a look at the terms below, as they govern the sale of Teya Hardware.
a. Placing an order: You can place an order for Teya Hardware by contacting us, following which we will issue an order confirmation which sets out the applicable purchase price for the relevant Teya Hardware, shipping method, shipping fees and estimated delivery date. After we have sent you the order confirmation, we will issue an advance invoice, payable by you and delivered to the e-email address associated with your order. Upon payment of the issued invoice, we’ll ship your order to your registered address.
You may not purchase Teya Hardware for resale, and we reserve the right to refuse or cancel your order if we believe you will do so.
b. Shipping & Cancellation: While we will try to meet your shipment and delivery dates, we may be unable to do so in the event we are low in Teya Hardware inventory. In addition, many events beyond our control can affect the delivery of your Teya Hardware after we provide it to the carrier. Therefore, we are not liable for late shipment or delivery or any loss, damage, or penalty you incur from any delay in shipment or delivery. Risk of loss and title for the Teya Hardware pass to you upon delivery to you. We will endeavour to notify you of any events we become aware of which might delay or impact your order.
There may be occasions when we confirm your order but subsequently learn that we are unable to supply your Teya Hardware. Therefore, we reserve the right at any time to limit or change quantities available for purchase or to cancel your order. If we cancel your order due to supply issues, we will refund your purchase price in full.
c. Warranty: Unless stated otherwise, such as in applicable Additional Terms or in documentation associated with your order, Teya warrants your Teya Hardware against defects in materials and workmanship under normal use for a period of two (2) years from the shipping date, save for batteries, which carries a six (6) month warranty. If a defect is repairable, we will notify you and endeavour to provide you with a replacement Teya Hardware to use while we repair the defect. If the defect is not repairable, Teya will endeavour to replace such defective Teya Hardware at no cost to you. However, you must return the defective Teya Hardware to Teya at the designated address and in the designated box, with all accessories, cords, cables, parts, and documentation included, within ten (10) days of receiving your replacement Teya Hardware. This limited warranty does not apply to Teya Hardware that has been subject to alteration, repair, tampering, accident, abuse, misuse, fire, acts of god (including, without limitation, earthquake, flood, hurricane, lightning, or tornado) or other external causes. This limited warranty does not apply to any third-party hardware, any consumable parts, or any software, even if resold or included with the Teya Hardware. We reserve the right to charge you the cost associated with the repair of your Teya Hardware in case the cause of the repair does not fall within the limited warranty. To initiate a warranty-based repair or return, please contact us.
Part E – Legal Terms
We think it’s important that we highlight and set out in a clear manner how Teya safeguards its interests, while offering its services to its customers which includes limitation of liability and disclaimers. The sections set out below reflect those safeguards, as well as other legal terms, and how they apply to you. While these legal terms are perhaps deemed by many as less than exciting, it’s important that you read them carefully and if you’re unsure about any of them, please get in touch.
18. Warranties
Teya, resellers, distributors, and vendors, make no warranties, express or implied, guarantees or conditions with respect to your use of the Services, such as regarding title, merchantability, fitness for a particular purpose and/or non-infringement, to the maximum extent permitted by Applicable Law. You understand that use of the Services is at your own risk and that we provide the Services on an "as is" basis and "as “available" basis. We don‘t guarantee the accuracy or timeliness of the Services. You may have certain rights under your local law. Nothing in these Teya General Terms is intended to affect those rights, to the extent they cannot be derogated from. You acknowledge that computer and telecommunications systems are not fault-free and occasional periods of downtime occur. We do not guarantee the Services will be uninterrupted, timely, secure, or error-free or that content loss won't occur, nor do we guarantee any connection to or transmission from computer networks.
To the fullest extent permitted by Applicable Laws Teya disclaims and excludes (and you agree to waive) all representations, warranties and guarantees, whether implied or express and whether arising by law, contract or a course of dealings. You expressly acknowledge and agree that use of the Services is at your sole risk and that the entire risk as to satisfactory quality, performance, accuracy and effort is with you.
You agree that your purchases (and agreeing to these Teya General Terms and or any Applicable Additional terms) are not contingent on the delivery of any future Services, functionality or features, or dependent on any oral or written public comments made by or on behalf of Teya regarding future Services, functionality or features.
Teya does not warrant, endorse, guarantee or assume responsibility for any product or services advertised or offered by a third party. Teya has no control of or liability for, any goods or services that are paid for using the Services.
19. Your Representations & Warranties
By accepting these Teya General Terms, you represent and warrant that:
(a) you have the authority to execute and perform the obligations required by these Teya General Terms;
(b) If you are using the Services on behalf of a business, you agree that you are accepting these Teya General Terms (including any Additional Terms as applicable) and have authority to enter into these Teya General Terms, on behalf of that business.
(c) you will comply with all law applicable to your business and use of the Services;
(d) your employees, directors, contractors and agents will at all times act consistently with these Teya General Terms;
(e) you will fulfil all of your obligations to Customers and resolve any dispute or complaint directly with the Customer;
(f) any information you provide us about your business, products, or services is accurate and complete; and
(g) you will not use the Services, directly or indirectly, for any fraudulent or illegal undertaking, or in any manner that interferes with the normal operation of the Services.
20. Limitation of Liability
Nothing in these Teya General Terms excludes or limits any party’s liability for: (a) death or personal injury caused by its negligence; (b) fraudulent misrepresentation or for any other fraudulent act or omission; or (c) any other liability which may not lawfully be excluded or limited, even if any other term of these Teya General Terms would otherwise suggest that this might be the case.
In no event will Teya be liable to you (whether in contract, tort (including negligence), breach of statutory duty, or otherwise), for any: (a) loss of profit; (b) loss of sales, turnover, revenue or business; (c) loss of customers or contracts; (d) loss of or damage to reputation or goodwill; (e) loss of opportunity; (f) loss of anticipated savings; (g) loss of any software or Data; (h) loss of use of hardware, software or Data; (i) loss or waste of management or other staff time; or (j) indirect, consequential or special loss; arising out of or relating to these Teya General Terms, whether or not such loss was foreseeable or if the party which would otherwise be liable for such loss was advised of its possibility (and, for the purposes of this paragraph, the term “loss” includes a partial loss or reduction in value as well as a complete or total loss).
Under no circumstances will Teya be responsible to you for any damage, loss, or injury resulting from hacking, tampering, or other unauthorised access or use of the Services or your Teya Account, or the information contained therein to the maximum extent permitted by Applicable Law. Teya, its processors, suppliers and licensors (or any of their respective affiliates, agents, directors or employees) assume no liability or responsibility for any: (a) errors, mistakes, or inaccuracies of the Services; (b) personal injury or property damage, of any nature whatsoever, resulting from your access to or use of the Services; (c) any unauthorized access to or use of our secure servers and/or any and all personal information stored therein; (d) any interruption or cessation of transmission to or from the Services; (e) any bugs, viruses, trojan horses, or the like that may be transmitted to or through the Services by any third party; (f) any errors or omissions in any content or Data or for any loss or damage incurred as a result of the use of any content or Data posted, emailed, transmitted, or otherwise made available through the Services; and/or (vii) interruptions to or cessation of the Services.
Subject to the provisions set out above and to the extent a liability event occurs, you acknowledge and accept that your sole recourse due to a liability event, will be limited to the Teya Company providing you with a Service as specified in the relevant Additional Terms, irrespective of whether components of the relevant Service are supported, powered or provided by, a separate Teya Company
Except to the extent prohibited by Applicable Law, you agree to limit any additional liability whether in contract, tort (including negligence), under statute or otherwise not disclaimed or denied by Teya under these Teya General Terms to your direct and documented damages; and you further agree that under no circumstances will any such liability exceed in the aggregate the amount paid by you to us for the Services in the six (6) months preceding the liability event.
Where our Services are provided at no charge, in no event shall our aggregate liability, or any of our processors, suppliers or licensors (or anything of their respective affiliates, agents, directors or employees), arising in connection with these Teya General Terms or any Additional Terms exceed £500 (GBP).
21. Indemnification
You agree to indemnify, defend, and hold Teya harmless from and against any and all claims, costs, losses, damages, judgments, tax assessments, penalties, interest, and expenses (including without limitation reasonable attorneys’ fees) arising out of any claim, action, audit, investigation, inquiry, or other proceeding instituted by a person or entity that arises out of or relates to: (a) any actual or alleged breach of your representations, warranties, or obligations set forth in these Teya General Terms, including without limitation any violation of our policies; (b) your wrongful or improper use of the Services; (c) your violation of any third-party right, including without limitation any right of privacy, publicity rights or intellectual property rights; (d) any User Content posted by you; (e) your violation of any Applicable Law; or (f) any other party’s access and/or use of Services with your unique name, password or other appropriate security code.
22. Assignment
These Teya General Terms, any Additional Terms, and/or any related rights and obligations, may not be transferred or assigned by you, including but not limited to pledging or encumbrance of any claims you may have against Teya, without our prior written consent, but may be transferred and assigned by us without your consent or other restrictions.
23. Entire agreement
These Teya General Terms and any applicable Additional Terms constitute the entire agreement between you and us with respect to your access to and use of the Services and they supersede and extinguish any and all prior agreements between you and us concerning your access to and use of the Services.
24. Severability
If any provision of these Teya General Terms is invalid or unenforceable under Applicable Law, then it will be changed and interpreted to accomplish the objectives of such provision to the greatest extent possible under Applicable Law and the remaining provisions will continue in full force and effect.
25. Survival
Any provision that is reasonably necessary to accomplish or enforce the purpose of these Teya General Terms and any applicable Additional Terms will survive and remain in effect in accordance with its respective terms upon the termination of these Teya General Terms and any applicable Additional Terms.
26. No waiver
Our failure to exercise or enforce any provision of or rights under these Teya General Terms shall not constitute a waiver of any such provision or right.
27. Force Majeure
Neither you nor us will be liable for any non-performance caused by telecommunications, utility, or equipment failures; labour strife, riots, war, or terrorist attacks; non-performance of our vendors or suppliers, fires or acts of nature; or any other event over which the respective party has no reasonable control. However, nothing in this section will affect or excuse your liabilities or your obligation with respect to Fees owed to us under the terms of these Teya General Terms or any applicable Additional Terms.
28. Language
By agreeing to these Teya General Terms, you acknowledge and agree that these Teya General Terms and any applicable Additional Terms, as well as any associated documents, shall be in English. We will however endeavour to provide you with translations for information purposes.
29. Disputes
a. Complaints: If you are dissatisfied with our service, you may make a complaint to us by contacting us. We can provide a copy of our complaints handling procedure on request.
b. Governing law: These Teya General Terms and any Additional Terms (unless otherwise stated in any Additional Terms) shall be governed by and construed under and in accordance with English law, without giving effect to conflict of law principles .To the extent that English law is in conflict with laws of your country of residence, English law shall prevail to the maximum extent possible.
c. Jurisdiction: Unless agreed otherwise and to the extent permissible by Applicable Law, disputes arising out of or in connection with these Teya General Terms, any Additional Terms, or their subject matter or formation, shall be settled by English courts. Despite the above, we reserve the right to bring any claims (including injunctive relief) against you in the jurisdiction where you are located, or any other appropriate jurisdiction. For the avoidance of doubt, injunctive relief shall include but is not limited to: (i) attachment, (ii) preliminary injunction, or (iii) similar remedies.
d. Resolution: Before referring a dispute to court, you agree first to work with us to resolve the matter by way of good faith negotiations.